16.06.2011 18:23

Gandí í vandræðum?

Fyrir um klukkustund hafði maður í Hafnarfirði samband við mig og sagðist sýnast að togarinn Gandí sem nýfarinn var úr Hafnarfirði eftir vélaskipti væri í vandræðum út af Straumsvík og væri að reka í átt að landi. Stuttu síðan hringdi annar og sagði sömu sögu, nema hvað dráttarbáturinn Hamar væri kominn á staðinn og ætti Gandí stutt eftir upp í fjöru.
Ekki veit ég nánar um hvað var á ferðinni, nema það að á þessum tímapunkti sýndi AISið að Gandí og Hamar væru um 0.2. mílur frá landi. Fyrir nokkrum mínutum var Gandí hins vegar kominn á fullaferð frá landi en Hamar virtist vera að hringsóla þarna upp við land.

Rétt fyrir kl. 19 voru bæði Hamar og Gandí komnir aftur til Hafnarfjarðar.