13.06.2011 20:00

Brettingur seldur til Kanada?

Samkvæmt nokkuð áreiðanlegum heimildum sem ég fékk í vikunni, hefur togarinn Brettingur KE 50 verið seldur til Kanada og mun hann fara nú næstu daga til Halifax, þar sem settur verður t.d. á hann þyrlupallur. Verður honum breytt eins og Stíganda VE, hér á árum áður, en settur var á hann, eins og komið hefur fram á myndum hér á síðunni þyrlupallur o.fl. Hefur því margt veiðitengt verið fjarlægt úr skipinu eins og sést á þeim myndum sem ég tók af togaranum í dag. Þar kemur í ljós að búið er að fjarlægja hlerana, trollið, víranna o.fl.








        1279. Brettingur KE 50, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 13. júní 2011