13.06.2011 00:31

Brettingur KE 50

Rétt fyrir miðnætti kom togarinn Brettingur KE 50 til Njarðvíkur. Hverra erinda veit ég ekki, því það fékkst ekki uppgefið og frekar að menn reyndu að forðast mann, en hitt. Togarinn fór á Flæmska í haust og var þar í um 50 daga eða til jóla og hafði þá nokkra klukkutíma viðdvöl í Njarðvík áður en hann fór til Siglufjarðar þar sem hann lá yfir hátíðarnar og síðan fór hann í leigu til Ramma hf. og eftir að þeirri leigu lauk hefur hann legið að mestu á Akureyri. Eins og sést á þessum myndum sem ég tók nú um miðnætti, þarfnast togarinn orðið málningar, því merkingin er a.m.k. kosti orðinn ansi óljós.




     1279. Brettingur KE 50, í Njarðvík rétt eftir miðnætti © myndir Emil Páll, 13. júní 2011