12.06.2011 21:00
Aron K 880, áður íslenskur
Þessi er einn af þeim síðustu sem hafa lifað af hinum svonefndu Bátalónsbátum. Eftir að hafa verið úreldur hérlendis, var gerð tilraun til að fá hann skráðan á ný, þó ekki sem fiskibátur, en þegar það fékkst ekki var hann seldur úr landi og siglt fyrir eigin vélarafli til nýrra heimkynna á Orkneyjum

Aron K 880, ex 1217. Sóley, á Orkneyjum © mynd Trawlerphotos
Smíðanúmer 393 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði árið 1972.
Slitnaði upp og rak á land í Sandgerðishöfn 5. jan. 1984. Endurbyggður í Sandgerði 1984. Tekinn af skrá vegna úreldingar 1989, settur á flot á ný í júlí 1991, sem þjónustubátur, en fékkst ekki skráður að nýju. Seldur til Orkneyja og skráður þar sem þjónustubátur fyrir kafara.
Nöfn: Sóley KE 15, Aron og síðasta nafn, allavega til ársins 2009 og kannski lengur var/er Aron K 880.

Aron K 880, ex 1217. Sóley, á Orkneyjum © mynd Trawlerphotos
Smíðanúmer 393 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði árið 1972.
Slitnaði upp og rak á land í Sandgerðishöfn 5. jan. 1984. Endurbyggður í Sandgerði 1984. Tekinn af skrá vegna úreldingar 1989, settur á flot á ný í júlí 1991, sem þjónustubátur, en fékkst ekki skráður að nýju. Seldur til Orkneyja og skráður þar sem þjónustubátur fyrir kafara.
Nöfn: Sóley KE 15, Aron og síðasta nafn, allavega til ársins 2009 og kannski lengur var/er Aron K 880.
Skrifað af Emil Páli
