12.06.2011 12:24

Meira um minningaskjöld um Þorbjörnsslysið

Í framhaldi af myndabirtingunni hér á síðunni í gær, hefur Guðmundur Falk nú tekið að sér fyrir hönd ættingja þeirra sem áttu Þorbjörn RE og þeirra sem fórust með honum að vinna að því að koma þarna upp minningaskildi um slysið. Telja þau að þetta sé atburður sem hefði gildi á svæðinu slysavarnarlega séð og einnig til að heiðra minningu sjómanna sem fórust þarna.
Guðmundur Falk hefur því tekið að sér að leita að stuðningi við framkvæmd þessa og er verkið þegar hafið, að hans sögn.



      Brak úr 915. Þorbirni RE 36, ofan við Kinnaberg á Reykjanesi © myndir Guðmundur Falk. Nánar var sagt frá þessu hér á síðunni í gær