12.06.2011 10:00

Skvetta SK 7: Síðasti óbreytti Bátalónsbáturinn

Á áttunda áratug síðustu aldar voru smíðaðir hjá Bátalóni i Hafnarfirði mikill fjöldi báta sem voru allir eins, með þeirri undantekningu þó að í lokin komu nokkrir með álhús. Þessir bátar dreifðust um land allt og í dag, eru 2-3 enn til og þar af aðeins einn óbreyttur. Þetta segi ég þó ég viti að a.m.k. tveir aðrir séu til, án haffærisskírteinis og tel þá því ekki með, enda óvíst hvort eða hvenær þeir fara á flot að nýju.
Þeir sem ég tel að séu í dag haffærir, eru hinn eini óbreytti sem enn er hérlendis, þ.e. Skvetta SK 7, einn var seldur til Orkneyja eftir að hann fékk ekki skráður hér á landi að nýju og þá er einn til í Vestmannaeyjum, en hann er nú frambyggður og því ekki óbreyttur. Sá sem seldur var til Orkneyja var enn til árið 2009.
Hér koma fjórar myndir sem núverandi eigandi Þorgrímur Ómar Tavsen, tók af Skvettu, inni í húsi hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar sem báturinn er i eðlilegu viðhaldi, en á næstu dögum verður hann sjósettur að nýju og fer þá í rekstur.








         1428. Skvetta SK 7, inni í húsi í Njarðvíkurslipp © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen í maí og júní 2011