11.06.2011 19:00
Valanes T-285-T ex Skúmur GK o.fl.

Valanes T-285-T ex 1872. Skúmur GK 22 o.fl., í Båtsfjord © mynd Shipspotting, frode adolfsen, 11. júní 2003
Smíðanúmer 225 hjá Lunde Varv och Verksteds A/B, Ramvik, Svíþjóð 1987, og hannað hjá Polar Konsult A/S. Skipið var smíðað sem skutogari með yfirbyggingu miðskips og sérstaklega búið til rækjuveiða með frystingu um borð. Afhent í des. 1987 og kom í fyrsta sinn til Grindavíkur 27. desember 1987. Seldur til Noregs í des. 1996 og síðan til Argentínu 2004.
Nöfn: Skúmur GK 22, Skúmur ÍS 322, Geiri Péturs ÞH 344, Valanes T-1-K, Valanes T-285-T og núverandi nafn: Argenova X
Skrifað af Emil Páli
