11.06.2011 12:27
Má ekki setja upp minningarskjöld ofan við Kinnabergi?
Velunnarí síðunnar sem vill ekki að nafn sitt birtist, sendi mér þessar myndir og texta. En við þeirri ósk hans að birta ekki nafnið verð ég auðvitað við, enda veit ég hver maðurinn er:
Nýlega fékk hann sér göngutúr út að Kinnabergi á Reykjanesi og fann þar ýmsa hluti úr flaki sem hann telur helst að sé úr Þorbirni RE 36 sem rak á land og ónýttis þar, þann 25. ágúst 1965 og í því slysi fórust fimm manns. Nýverið birti ég myndir af flaki bátsins og það sem þessi rakst nú á telur hann vera skelekti og rest af stýrishúsi og svo borð og band úr aftursíðu.Viðkomandi man ekki eftir að annar bátur hafi farið þarna upp og er því viss um að þetta er úr Þorbirni.
Finnst honum tímabært að setja upp Minningarskjöld á þessum stað því þarna fóru fimm menn upp í harða landi fyrir eintóm misstök og ruglings í samskiftaleiðum. Muna hann koma þessari hugmynd áleiðis á rétta staði, því þetta slys hefur einhvernveginn verið í þöggun en samt sem áður eitt sorglegasta slys sem orðið hefur þarna og eru enn snurvoðarbátar að vinna við svipaðar aðstæður og vonandi að þetta hendi aldrei aftur. Svipað slys henti reyndar undir Svörtuloftum fyrir fáum árum þegar þrír fórust eftir norðvestan hvell eins og átti sér stað þarna 
Rest af stýrishúsinu
Lúkarskappi og skelekt
Band og borð, allt talið vera úr 915. Þorbirni RE 36, sem rak á land eftir að hafa fengið togvír í skrúfuna og ónýttist, við Kinnaberg á Reykjanes 25. ágúst 1965. Í slysinu fórust fimm manns, en einum var bjargað © myndir velunnari síðunnar, í júní 2011
