10.06.2011 17:08
Arnarfell - Björn og Tómas Knútssynir
Núna hef ég birtingu á myndum af Sambandsskipum, þ.e. þeim sem þeir bræður Björn og Tómas Knútssynir voru á, að einu undanskildu sem ekki er mynd af. Mun ég birta þessar myndir á nokkrum dögum, en sú fyrsta á sér nokkra sögu, fyrir utan það að vera fyrsta skipið sem Tómas var á, en annað skipið sem hann var á, á sér líka sögu og um það verður fjallað hér á miðnætti í kvöld. En snúum okkur nú að Arnarfellinu
Vorið 1971, var hugur Tómasar að starfa um sumarið á bóndabæ í Danmörku hjá frændfólki sínu. En það þurfti að komast út og því varð úr að hann fékk að fljóta með Arnarfellinu, en var í staðinn aðstoðarmaður í matreiðslunni, var að skræla kartöflur og annað þ.u.l. Þannig vann hann fyrir ferðinni út og hafði síðan sama háttinn er hann kom heim um haustið og fór svo í skóla um veturinn.

9. Arnarfell © mynd í eigu Björns og Tómasar Knútssona, en ættuð frá Skipadeild SÍS
Vorið 1971, var hugur Tómasar að starfa um sumarið á bóndabæ í Danmörku hjá frændfólki sínu. En það þurfti að komast út og því varð úr að hann fékk að fljóta með Arnarfellinu, en var í staðinn aðstoðarmaður í matreiðslunni, var að skræla kartöflur og annað þ.u.l. Þannig vann hann fyrir ferðinni út og hafði síðan sama háttinn er hann kom heim um haustið og fór svo í skóla um veturinn.

9. Arnarfell © mynd í eigu Björns og Tómasar Knútssona, en ættuð frá Skipadeild SÍS
Skrifað af Emil Páli
