10.06.2011 12:00
Veidar M-1-G ex Gunnjón GK o.fl. ísl. nöfn
Þessi bátur hefur tvisvar farið illa út úr bruna, og í fyrra skipið fórust í bruna um borð þrír skipverjar. Hann hefur þó verið gerður upp að nýju í bæði skiptin og er ennþá til í Noregi. Hér birtist saga bátsins og mynd af honum í Noregi.

Veidar M-1-G ex 1625. Gunnjón GK o.fl. ísl. nöfn, í Godöy, Noregi © mynd Aage, 28 .maí 2004.
Bolurinn hafði smíðanúmer 103 hjá Vaagland Batbyggeri A/S, en skráður út sem nýsmíði nr. 38 hjá Solstrand Slip & Båtbyggeri A/S. Skokkurinn var dreginn frá Noregi til Njarðvíkur og kom þangað 7. jan. 1982 og var innréttaður og frágenginn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. með smíðanúmer 5 hjá Skipamíðastöð Njarðvíkur. Hljóp hannaf stokkum 30. apríl 1982 og var afhentur 28. maí 1982.
Eldur kom upp í bátnum 20. júní 1983, er hann var á rækjuveiðum, 60 sm. N af Horni og létust þrír skipverjar. Dró Bjarni Ólafsson AK bátinn til Njarðvíkur þar sem gert var við hann.
Úreldingastyrkur var samþykktur í nóv. 1994, en hætt við úreldingu 31. mars 1995, en þá var skipið selt úr landi um sumarið og þá til Noregs. Hinir nýju eigendur þar hófu á því miklar breytingar, en fljótlega kom upp mikill eldur og stöðvuðust þær framkvæmdir. Gerðust síða upp og skipt um brú í kjölfar brunans.
Nöfn: Gunnjón GK 506, Ljósfari HF 182, Stefán Þór RE 77, Jónína Jónsdóttir SF 12 og núverandi nafn: Veidar M-1-G

Veidar M-1-G ex 1625. Gunnjón GK o.fl. ísl. nöfn, í Godöy, Noregi © mynd Aage, 28 .maí 2004.
Bolurinn hafði smíðanúmer 103 hjá Vaagland Batbyggeri A/S, en skráður út sem nýsmíði nr. 38 hjá Solstrand Slip & Båtbyggeri A/S. Skokkurinn var dreginn frá Noregi til Njarðvíkur og kom þangað 7. jan. 1982 og var innréttaður og frágenginn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. með smíðanúmer 5 hjá Skipamíðastöð Njarðvíkur. Hljóp hannaf stokkum 30. apríl 1982 og var afhentur 28. maí 1982.
Eldur kom upp í bátnum 20. júní 1983, er hann var á rækjuveiðum, 60 sm. N af Horni og létust þrír skipverjar. Dró Bjarni Ólafsson AK bátinn til Njarðvíkur þar sem gert var við hann.
Úreldingastyrkur var samþykktur í nóv. 1994, en hætt við úreldingu 31. mars 1995, en þá var skipið selt úr landi um sumarið og þá til Noregs. Hinir nýju eigendur þar hófu á því miklar breytingar, en fljótlega kom upp mikill eldur og stöðvuðust þær framkvæmdir. Gerðust síða upp og skipt um brú í kjölfar brunans.
Nöfn: Gunnjón GK 506, Ljósfari HF 182, Stefán Þór RE 77, Jónína Jónsdóttir SF 12 og núverandi nafn: Veidar M-1-G
Skrifað af Emil Páli
