09.06.2011 21:00

Áhöfnin á togaranum Aðalvík KE

Hér birti ég úr Faxa frá árinu 2006, mynd af áhöfn togarans Aðalvíkur KE 95, árið 1985. Ef ég man rétt þar sem ég fékk einu sinni að nota sömu mynd við blað sem ég var að gefa út, þá var hún í eigu Hraðfrystihúss Keflavíkur sem var dótturfyrirtæki Kaupfélags Suðurnesja og eftir að það fyrirtæki hætti reksti var myndin í eigu Kaupfélagsins. Undir myndinni koma nöfn þeirra sem eru á myndinni.


     Áhöfnin á 1348. Aðalvík KE 95, árið 1985 © mynd úr Faxa, 3. tbl. 2006 og ef ég man rétt var hún tekin af Heimi heitnum Stígssyni.
Efsta röð f.v.: Pétur Hreiðarsson, skipstjóri, Ágúst Bragason, Karl Óskarsson, Eiríkur Jónsson, Friðrik Vilhjálmsson, Kristján Kristjánsson, Sverrir Árnason, Einar Ísleifsson og Reynir Kristjánsson.
Neðri röð f.v.: Tyrfingur Andrésson, Danielius Hansson, Haukur Hauksson, Steinar Kristjánsson, Óskar Guðmundsson og Sigurður Kristjánsson.