09.06.2011 20:00

Mercur, Bjarni Ólafsson, Jón Guðmundsson og Stakkur

Hér er ein mjög gömul trúlega tekin sumarið 1932 á Miðbryggjunni í Keflavík, sem þá var fyrir neðan núverandi Ægisgötu, og sjá má á fjöru, hluta af henni koma út úr uppfyllingunni.


    Lengst til vinstri er Mercur ÍS 416 og síðan koma þeir 280. Bjarni Ólafsson GK 509, 517. Jón Guðmundsson GK 517 og 555. Stakkur GK 503. Þeir þrír síðarnefndu eru tilbúnir til að halda norður fyrir land til síldveiða og hafa af því tilefni fána við hún. Baugjubátar má sjá á legunni og víð síðu Stakks © mynd úr Faxa, 3. tbl. 2006, ljósm.: ókunnur