09.06.2011 00:00

Norður Víkingur 2011

Varnaræfingin Norður Víkingur 2011 stendur yfir þessa dagana, en hún er haldin í samræmi við samkomulag um framkvæmd varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna frá árinu 2006 og er í ár á ábyrgð bandaríska flughersins í Evrópu USAFE.

Framkvæmdin hér á landi er í umsjón Landhelgisgæslunnar, en í verkefninu taka þátt um 450 manns frá Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku og Ítalíu.

Sem betur fer eru það aðallega skipin Hvidbjornen og Sortland sem minnir okkur Suðurnesjamenn á æfingar þessar, en þeir eru búnir að vera í siglingum þvers og kruss framan við Keflavík, meirihluta miðvikudagisins 8. júní 2011 og tók ég þá þessar myndir.

Eina ónæðið er þessi bölvaði þotuhávaði, sem minnir mann illilega á að stutt er síðan hér var herflugvöllur þar sem aldrei eða mjög sjaldað að tekið var tillit til að venjulegir borgarar áttu heima í flugstefnu þeirra. Hávaðinn frá herþotunum er allt öðruvísi en frá farþegarfluginu og þessu venjulega flugi.


                                                         Hvidbjornen F
















                                                      Sortland W 342


          Skipin á myndunum eru aðeins tvö, þau Hvidbjornen og Sortland og eru myndirnar teknar af þeim er þau voru á Stakksfirði, framan við Keflavík © myndir Emil Páll, 8. júní 2011