08.06.2011 00:00

Rafn KE 41

Þó miðvikudagurinn í síðustu viku væri fyrsti dagurinn sem strandveiðibátarnir máttu fara á sjó í þessum mánuði, voru þeir fáir sem það gerðu, en þessi var meðal þeirra örfáu hér fyrir sunnan. Dagurinn í dag (í gær þriðjudag) var þar með 2. dagur þessa mánaðar sem mátti fara á sjó og veðrið var mjög hagstætt. Þessi sami bátur var síðan einn af þeim fyrstu sem komu í land á 2. veiðidegi þessa mánaðar, auk þess að vera einn örfárra sem náður að veiða það sem þeir máttu þann daginn. Myndirnar tók ég um kl. 15, er búið var að landa í Keflavíkurhöfn og báturinn sigldi fram hjá Vatnsnesinu í átt að Grófinni.






















         7212. Rafn KE 41, út af Vatnsnesi í Keflavík © myndir Emil Páll, 7. júní 2011