05.06.2011 17:17

Ný frétt: LEITHE ex Inga NK 4 farinn til Noregs

Frá Bjarna Guðmundssyni á Neskaupstað:

Inga NK 4 er farin til Noregs, samkvæmt AIS áðan, heitir báturinn LEITHE kallmerki LG 6181. Náði ég myndum þegar hann sigldi út fjörðinn. Neðsta myndin er tekin með mesta aðdrætti á vélinni hjá mér, en hinar í gegnum kíkir og sést á þeim að búið er að mála yfir gamla nafn bátsins.

Varðandi Ingu NK þá var búið að vera að breyta henni á rækju áður en hún fór héðan, einnig heirðist hér að það þyrfti að stytta hana útaf einhverjum reglum í Noregi sem ég veit ekki hverjar eru en hún fór allavega óstytt héðan. Kv. Bjarni G.










     Á efri myndunum fjórum sem Bjarni tók í gegn um kíkir sést að báturinn siglir nafnlaus út fjörðinn. Neðsta myndin er tekin án kíkis og því er aðdrátturinn mun slakari. ENGU AÐ SÍÐUR ER HÉR UM AÐ RÆÐA NÝJUSTU FRÉTTIR og því enn meira gaman að þessu © myndir Bjarni G., 5. júní 2011