05.06.2011 00:00

Sjómannadagurinn 2011

Í tilefni sjómannadagsins birti ég sjómannakveðju þó svo að hátíðarhöldin spanni á flestum stöðum orðið yfir alla helgina og eru dæmi um að þau hafi hafist á miðvikudag og fimmtudag. En þar sem hinn eiginlegi sjómanndagur eða sjómannasunnudagur eins og hann var stundum kallaður er nú að renna birti ég kveðjuna á þessum tímapunkti. En eins og menn vita hafa hátíðarhöldin nú í flestum tilfellum náð til beggja daganna um helgina þ.e. bæði á laugardag og eins á sunnudag og einnig eru dæmi um á hátíðir hófust sl. miðvikudag.
Hvað um það nú þegar hafa komið myndasyrpur hér frá Fáskrúðsfirði, Höfn, Neskaupstað og Rifi og vonandi bætast einhver fleiri við í hópinn, áður en hátíðin er úti.