04.06.2011 19:00
Hátíðarhöldin á Höfn
Meira frá Svafari Gestssyni á Höfn:
Hér er mikið um dýrðir eins og ávalt á degi okkar sjómanna. Jónumenn sigruðu í sínum riðli í kappróðri en það fer fátt um sögur af betri helming okkar Jónumanna. Í koddaslag var mikil barátta og hápunktur þegar þeir feðgar Jói Danner skipstjóri á Jóni Eðvalds og Ragnar sonur hanns áttust við á ránni. Það fór þannig að strákurinn sló þann gamla flatann í sjóinn en í fallinu sagið Jói "þú verður rasskeltur í kvöld" Þá sá Raggi sér ekki annað fært en að láta sig falla í sjóinn föður sínum til samlætis og. Annars hefur þetta verið hinn besti dagur meðal vina á Höfn er hér býr frábært fólk og hér er gott að skemmta sér meðal vina.
Vestmanneyingar
Æfing fyrir kveðjuslútt Capt. Gumma
Capt. Gummi
Koddaslagur
Splass
Feðgarnir Jói Danner, skipstjóri á Jónu E. og sonur
Hvar er kjölfestan, Jói?
Sá gamli féll
Feðgar í sjónum
Jónukallar að sigra
© myndir og texti Svafar Gestsson, 4. júní 2011
