04.06.2011 15:09
Varla lengur sjávarútvegsbær
Lengi vel voru Keflavík og Njarðvík miklir útgerðarbæir, en í tímanna rás hafa orðið þar miklar breytingar og nú er svo komið að Reykjanesbæ sem er samheiti beggja þessara bæjarfélaga, er í raun aðeins orðið þjónustubæjarfélag, því fremur fáir bátar eru gerðir út ef frá eru taldir smábátarnir.
Hér áður fyrr voru sjómannadagshátíðarhöldin mjög áberandi og mikil í Keflavík, en nú er svo komið að þau eru engin og eini báturinn í Reykjanesbæ sem hefur flaggað á sjómannadaginn undanfarin ár er Baldur KE 97, sem er varðveittur uppi á landi og eina uppákoman er sá athöfn sem fer fram í Duushúsunum og fer hún fram í fyrrmálið. Enda er svo komið að ungviðurinn og margir aðrir bæjarbúar fussa og sveia yfir fiskifýlu eins og það kallar það. Dæmi um það að i fyrra þegar þúsundir hópuðust niður á bryggju að veiða makríl, bölvuðu þeir þegar bátar komu að landi og trufluðu veiðarnar. Já þvi miður er þetta orðið svona í mínum heimabæ, Keflavík. Birti ég því myndir af eina skreytta bátnum, bæði mynd síðan í fyrra og eins aðra sem ég tók í dag og vonandi mæti ég á þessu einu uppákomu í fyrramálið.

311. Baldur KE 97 í 5. júní 2010 © mynd Emil Páll



Þrjár neðri myndirnar tók ég af Baldri KE 97, í morgun © myndir Emil Páll, 4. júní 2011
Hér áður fyrr voru sjómannadagshátíðarhöldin mjög áberandi og mikil í Keflavík, en nú er svo komið að þau eru engin og eini báturinn í Reykjanesbæ sem hefur flaggað á sjómannadaginn undanfarin ár er Baldur KE 97, sem er varðveittur uppi á landi og eina uppákoman er sá athöfn sem fer fram í Duushúsunum og fer hún fram í fyrrmálið. Enda er svo komið að ungviðurinn og margir aðrir bæjarbúar fussa og sveia yfir fiskifýlu eins og það kallar það. Dæmi um það að i fyrra þegar þúsundir hópuðust niður á bryggju að veiða makríl, bölvuðu þeir þegar bátar komu að landi og trufluðu veiðarnar. Já þvi miður er þetta orðið svona í mínum heimabæ, Keflavík. Birti ég því myndir af eina skreytta bátnum, bæði mynd síðan í fyrra og eins aðra sem ég tók í dag og vonandi mæti ég á þessu einu uppákomu í fyrramálið.
311. Baldur KE 97 í 5. júní 2010 © mynd Emil Páll



Þrjár neðri myndirnar tók ég af Baldri KE 97, í morgun © myndir Emil Páll, 4. júní 2011
Skrifað af Emil Páli
