04.06.2011 00:00
40 tonna plastbátur
Samkvæmt frásögn þess aðila sem benti mér á skrokk þann sem er fyrir utan byggingu sem ég held að hafi hýst Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði, er hér á ferðinni skokkur af 40 tonna bát, af gerðinni Spútnik.Yrði þetta þá stærsti plastbátur sem framleiddur hefur verið hérlendis. Eitthvað virðist yfirbyggingin sem einnig er búið að framleiða vera skemmd, en sjálfsagt er lítið mál að gera við það. Tók ég þessa myndasyrpu þarna á uppstigningardag.








Báturinn, þ.e. skrokkurinn og yfirbygging, ásamt mótum, í Hafnarfirði á Uppstigningardag © myndir Emil Páll, 2. júní 2011








Báturinn, þ.e. skrokkurinn og yfirbygging, ásamt mótum, í Hafnarfirði á Uppstigningardag © myndir Emil Páll, 2. júní 2011
Skrifað af Emil Páli
