02.06.2011 18:10
Loksins fær Gullborg RE sinn sóma
Loksins koma að því að Faxaflóahafnir sýndu hinu þekkta aflaskipi Gullborgu rétta virðingu og tóku bátinn í gegn. Í leiðinni var hann merktur sem Gullborg RE 38, sem er upphaflega skráning bátsins hér á landi. En þó það séu ekki margir sem vita það þá var báturinn fluttur inn notaður frá Færeyjum og keypt af einstaklingi í Reykjavík sem átti bátinn í tæpt ár, en þá var hann keyptur til Keflavíkur og gerður út þar í rúm tvö ár að hann fór til Vestmannaeyja þar sem Binni í Gröf, eða Benóný Friðriksson og Einar (ríki) Sigurðsson eignuðust hann.



490. Gullborg RE 38, í stæðinu sínu í Reykjavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 2. júní 2011



490. Gullborg RE 38, í stæðinu sínu í Reykjavíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 2. júní 2011
Skrifað af Emil Páli
