02.06.2011 17:08

Sturla GK 12, fyrstir með signalinn

Í morgun fór ég í myndatökuleiðangur í sex hafnir, þ.e. hóf ferðina í Sandgerði og þaðan kom Grindavík, Hafnarfjörður, Kópavogur, Reykjavík og endaði í Keflavík. Viti menn aðeins einn bátur var kominn upp með signalinn fyrir komandi sjómannadag, en það var 1272. Sturla GK 12 í Grindavík. Hvað um það ég náði slatta af myndum sem koma hér á síðuna.


    1272. Sturla GK 12, með signalinn uppi í morgun © mynd Emil Páll, 2. júní 2011