01.06.2011 17:25

Þorgeir Baldurs á ferðinni

Nú síðdegis áttum við síðueigendur Þorgeir Baldursson á Akureyri og ég stutt stefnumót í Duushúsum í Keflavík. Tilefni ferðar Þorgeirs var að fylgja gömlum vini, útgerðarmanni og skipstjóra til fjölda ára, Óskari Ingiberssyni til grafar. Að athöfn lokinni hittumst við í Bátasafni Gríms Karlssonar í Duushúsum og síðan stöldruðum við aðeins í Duus kaffi. Við það tækifæri voru þessar myndir teknar.


            Þorgeir Baldursson við myndatöku í Bátasafni Gríms Karlssonar í Duushúsum


                   Síminn stoppaði ekki hjá Þorgeiri og hér er hann á spjalli meðan við stoppuðum í Duus kaffi © myndir Emil Páll, 1. júní 2011


      Emil Páll og Þorgeir Baldurs í Bátasafninu, við hlið tveggja líkana sem tengdust Óskari heitnum Ingiberssyni. Þau eru af Ólafi Magnússyni KE 25 (eldri), en þar hóf Óskar fyrst skipstjórn og af Ingiber Ólafssyni GK 35, sem Óskar gerði út ásamt bróður sínum © mynd Guðmundur Ingi Hildisson, 1. júní 2011. Óskar heitinn kom þó víðar við í útgerð og skipstjórn á sinni löngu sjómannsævi.