31.05.2011 17:25
BBC France í Helguvík með hluta af metanólverksmiðju
Núna um kl. 17 lagðist þetta skip að bryggju í Helguvík og smellti ég þá þessum myndum af því. Kom skipið með stóran hluta af verksmiðjunni sem Carbon Recycling International (CRI) er að byggja í Svartsengi til að vinna metanól úr útblæstri jarðvarmavirkjana og vetni með rafgreiningu. Vegna þess verða því töluverðir þungaflutningar á Grindavíkurveginum á morgun, miðvikudag.

BBC France að leggjast að í Helguvík og hafnsögubáturinn Auðunn fylgist með



BBC France, að leggjast að bryggju í Helguvík um kl. 17 í dag © myndir Emil Páll, 31. maí 2011
Reiknað er með að 10 stórir flutningabílar sem flytja 40 tonna turna og ýmislegt fleira og fer hver bíll þrjár ferðir. Þeir sem verða á ferðinni til og frá Grindavík á morgun eru því beðnir að fara varlega að sýna fulla tillitsemi vegna þessara flutninga. Kemur þetta fram á vefnum grindavik.is

BBC France að leggjast að í Helguvík og hafnsögubáturinn Auðunn fylgist með



BBC France, að leggjast að bryggju í Helguvík um kl. 17 í dag © myndir Emil Páll, 31. maí 2011
Skrifað af Emil Páli
