31.05.2011 00:00

Fönix og Kópur tilbúnir til sjósetningar

Í Grófinni í Keflavík bíða nú tveir nýir bátar, eftir sjósetningu sem annað hvort fer fram á morgunflóðinu eða síðdegisflóðinu á morgun.

Bátar þessir eru báðir framleiddir frá grunni hjá Bláfelli ehf. á Ásbrú og eru þeir fyrstu sem sjósettir eru þaðan sem nýsmíði. Ekki eru þeir alveg eins, en Fönix er af gerðinni Sómi 797 og er með Volvo-vél, en Kópur er af gerðinni Sómi 695 og er með Nanní-vél. Báðir mundu þeir fara nú á strandveiðar, en einnig er ráðgert að gera Kóp út til sjóstangaveiða með ferðamenn.

Hér kemur myndasyrpa af því þegar komið var með bátanna í Grófina.


      Bátarnir dregnir á kerrum frá Ásbrú og niður í Gróf, f.v. 7694. Fönix ST 5 og 7696. Kópur HF 111


                                     7694. Fönix ST 5, af gerðinni Sómi 797


                       8697. Kópur HF 111, af gerðinni Sómi 695






             Halda mætti af þessari mynd að Fönix væri með óvenjulega öflugt mastur og búmu, en svo er ekki heldur er þetta mastrið og búman af Baldri KE, sem bera þarna í


                       Það er mastrið og bóman af Baldri KE, sem ber þarna við








           7694. Fönix ST 5 og 7696. Kópur HF 111, bíða sjósetningar í Grófinni © myndir Emil Páll, 30. maí 2011