30.05.2011 22:48

Þórshamar GK 75

Þorgrímur Aðalgeirsson sendi mér nokkrar myndir af Þórshamri GK. úr safni mínu, í framhaldi af orðaskipum sem við höfðum í töluvupósti um breytingar á bátum sem hann sendi mér í gær og ég birti í gær.  Gefum honum orðið: Þórshamar fór í gegnum miklar breytingar - byrjunin var þrælgóð þ.e. skyggni á brú og útsláttur á skutinn. Þessar myndir sýna vel þær breytingar.  Síðasta breytingin var hrein hörmung - að vísu flott brú, en hlutföll með ólíkindun.   Athyglisvert að hann var upphaflega með tvær nótaskúffur, sem ég tel að skip af þessari stærðargráðu hafi ekki verið með í íslenska flotanum. Þá sýnir ein myndin að hann hefur verið græjaður á síðutroll .  Upphaflega var Þórshamar byggður fyrir Færeyinga og þeir greinilega verið með þessa útfærslu. - Færi ég Þorgrími þakkir fyrir þetta og hér koma myndirnar sem fylgdu þessu.
















                    1501. Þórshamar GK 75, á ýmsum stigum © myndir ÞA