30.05.2011 20:40
Furumenn snöggir að því
Það er óhætt að segja að þeir hjá Furu séu ekkert að tvínóna við hlutina, a.m.k. gengur þeim vel að tæta fyrrum Halldór Jónsson niður og síðan segir sagan að næst verði það gamli Reynir GK, sem notaður var sem Breki í kvikmyndatökunni og að endingu fjúki líka Sigurvin GK sem staðið hefur uppi í slippnum all lengi.
Með Sigurvin og Halldór Jónsson er nokkuð skondið að í raun voru þeir báðir skráðir úr landinu vegna sölu erlendis en urðu þó eftir hér.


Í Njarðvíkurslipp rétt fyrir kl. 17 í dag. Á þessari mynd og þeirri fyrir ofan sjást báðir hinna bátanna sem næstir eru í tætinguna © myndir Emil Páll, 30. maí 2011
Með Sigurvin og Halldór Jónsson er nokkuð skondið að í raun voru þeir báðir skráðir úr landinu vegna sölu erlendis en urðu þó eftir hér.


Í Njarðvíkurslipp rétt fyrir kl. 17 í dag. Á þessari mynd og þeirri fyrir ofan sjást báðir hinna bátanna sem næstir eru í tætinguna © myndir Emil Páll, 30. maí 2011
Skrifað af Emil Páli
