30.05.2011 14:22

Guldrangur ex Sindri VE 60

Þessi mynd er trúlega tekin árið 2001, því þarna er búið að merkja hann rússneskri merkingu, en það ár var hann seldur frá Færeyjum þar sem hann hafði borið nafni Guldrangur, en að mig minnir var hann seldur frá Vestmannaeyjum til Færeyja 1997, en til Eyja kom hann 1995 og fékk þá nafnið Sindri VE 60. Áður hét hann Snekkar Nordic


    Guldrangur ex 2248. Sindri VE 60, hér orðinn rússneskur © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, 2001