29.05.2011 10:06

Sæberg SU 9

Í þá gömlu góðu daga er síld, ís og kassar voru málið. Þarna liggur Sæberg SU 9 í höfninni í Skagen. Greinilega búið að taka kassana. Óskar Halldórsson liggur fyrir innan Sæbergið og sjá má íslenska báta inn á milli dönsku skítfiskaranna. Sennilega hefur þessi mynd verið tekin í brælufríi. Þetta er umsögn Guðna Ölverssonar um myndina, en hún er fengin hjá honum og ég held að ég hafi ekki birt hana áður, nú sé svo þá er góð mynd aldrei birt of oft.


                                         252. Sæberg SU 9 © mynd Guðni Ölversson

Smíðanúmer 41 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1963, eftir teikningur Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður og lengdur hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1978.  Sökk um 30 sm. SA af Bjarnarey á Héraðsflóa 14. júlí 1988

Nöfn: Jón Kjartansson SU 111, Guðrún Þorkelsdóttir SU 211, Sæberg SU 9 og Eskfirðingur SU 9