27.05.2011 15:00

Af túnveiðum til fiskveiða

Gárungarnir í Sandgerði sögðu í morgun þegar þessi bátur var sjósettur að loksins væri hann hættur á túnveiðum og færi nú til fiskveiða. Ástæðan er að hann er búinn að standa uppi á landi eða túni í nokkur ár.


     6185. Elsa KE 117, kominn upp á bíl Björns Marteinssonar, í Sandgerði í morgun


           Hér er Björn Marteinsson kominn með bátinn niður á bryggju í Sandgerði og aðeins eftir að hífa hann í sjó, sem sést á næstu myndum








   6185. Elsa KE 117, kominn í sjó í Sandgerðishöfn í morgun © myndir Emil Páll, 27. maí 2011