27.05.2011 14:38
Ísafold
Í Vogum nefur nú síðan á síðasta ári legið Ísafold, en eins og menn kannski muna var það skip ásamt Moby Dick selt til Grænhöfðaeyja og átti Ísafoldin að draga hitt skipið sem fengið hafði nafnið Tony, út en alltaf dróst það meira og meira og herma sögur að Tony hafi verið seldur á nauðungaruppboði en Ísafoldin var færð úr Njarðvik inn í Voga. Sé þetta rétt með uppboðið er vandséð hvernig fer með skipið, því þar sem búið var að skrá það út á það ekki afturkvæmt hingað til lands þar sem það er orðið eldra en 25 ára, nema Alþingi samþykki það. Varðandi Ísafoldina er spurning hvað verði?
2777. Ísafold í Vogum í gær. Eins og sést er skipið farið að láta nokkuð ásjá. © mynd Emil Páll, 26. maí 2011
