26.05.2011 18:35
Undur og stórmerki í Njarðvíkurslipp í dag
Að sögn manna sem voru staddir inn í Njarðvíkurslipp í dag, er fella átti fyrrum Halldór Jónsson og hefja kurlun hans, að bæjarstjóri Reykjanesbæjar mætti á staðinn og bað menn um að fresta aðgerðum. Sagði hann ástæðuna vera þá að verið væri að kanna það hvort ekki væri hægt að flytja hann upp í bæ og varðveita, þannig að byggt yrði yfir hann í miðju, en hægt var að ganga út bæði fram á stefni og eins aftur á skut.
Auðvitað er það gleðilegt ef varðveisla báta er að hefjast hér syrða, en spurning hvers vegna þessi bátur, sem hér á enga sögu á Suðurnesjum, auk þess sem hann er svo maðkétinn að hann er með öllu ónýtur.

540. ex Halldór Jónsson SH 217, nýkominn í slippinn 23. sept. 2010

Hér er Halldór Jónsson og Breki, eða Reynir GK, þar sem þeir standa saman uppi í Njarðvíkurslipp, en mynd þessa tók ég 5. október 2010
Gaman verður að fylgjast með þessu og svona til gamans þá er fyrir framan hann annað tréskip sem vinna hóst á fullu í dag, við að endurbyggja hann sem sumarbústað á sjó. Sá er fyrrum Sæljós ÁR 11.

Þessa mynd tók ég 12. maí sl. og neðst til vinstri sést Halldór Jónsson og fyrir miðri myndinni sést Sæljósið, utan á bláa stálbátnum © myndir Emil Páll
Auðvitað er það gleðilegt ef varðveisla báta er að hefjast hér syrða, en spurning hvers vegna þessi bátur, sem hér á enga sögu á Suðurnesjum, auk þess sem hann er svo maðkétinn að hann er með öllu ónýtur.

540. ex Halldór Jónsson SH 217, nýkominn í slippinn 23. sept. 2010

Hér er Halldór Jónsson og Breki, eða Reynir GK, þar sem þeir standa saman uppi í Njarðvíkurslipp, en mynd þessa tók ég 5. október 2010
Gaman verður að fylgjast með þessu og svona til gamans þá er fyrir framan hann annað tréskip sem vinna hóst á fullu í dag, við að endurbyggja hann sem sumarbústað á sjó. Sá er fyrrum Sæljós ÁR 11.

Þessa mynd tók ég 12. maí sl. og neðst til vinstri sést Halldór Jónsson og fyrir miðri myndinni sést Sæljósið, utan á bláa stálbátnum © myndir Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
