26.05.2011 13:23
Netabátarnir: Víkingur KE, Árni í Teigi GK og Una SU
Hvort þeir voru allir að fara til skötuselsveiða veit ég ekki, en það á a.m.k. við um þann fyrsta, en myndirnar tók ég í morgun, í Grófinni, Grindavík og Hafnarfirði. Sá síðasti sem jafnframt er nýkeyptur til Suðurnesja verður tekinn meira fyrir í myndasyrpu sem ég tók af honum er hann fór út frá Hafnarfirði í morgun. Syrpa sú birtist á miðnætti í kvöld.

2426. Víkingur KE 10 í Grófinni í morgun. Þarna er verið að taka um borð skötuselsnet
2500. Árni í Teigi GK 1 í Grindavík í morgun og þar var verið að taka net um borð
1890. Una SU 3, nýkeypt til Suðurnesja, hlaðin netum og tilheyrandi að fara út frá Hafnarfirði í morgun. Nánar um hann á miðnætti í kvöld © myndir Emil Páll, 26. maí 2011
