25.05.2011 00:00

Þrír plastbátar á mismunandi breytingastigi

Í gömlu iðnaðarhúsi, er nú áð hluta til notað til þess sama og það var byggt til í upphafi. En þá voru smíðaðir þar margir stálbátar, sem flestir hafa farið í gegn um mikið breytingaskeið og er a.m.k einn þeirra frekar lítill togari en dæmigerður fiskibátur. Í dag er auk þeirrar starfsemi er aðalstarfsemin í húsinu, þrír aðilar með aðskildan hluta, fyrir plastbátabreytingar. Þarna má margt fróðlegt, en nánar um það í hverjum þeirra liða sem kemur fyrir hér á eftir.

                                                          6522. Pysjan

Valberg Helgason, skipasmiður er að ljúka við að lengja þennan bát og sést snýja stykkið vel á myndunum, þar sem ekki er búið að mála bátinn. Birti ég myndir af bátnum eins og hann var í október á síðasta ári og svo myndir sem ég tók af honum við breytingarnar.

Til að forðast allan misskiling og þar sem Valberg er einn nafngreindur bak við bátanna, þá er hann aðeins bak við Pysjuna, en aðrir bak við hina.








                            6522. Pysjan eins og hann leit út fyrir lengingu


           Hér sést vel hvað hefur verið sett nýtt á bátinn, lenging auk síðu stokka






                                               Valberg Helgason við Pysjuna

                                  
                                                         
Nýsmíði

Í vor var tekin út úr húsi hjá Bláfelli á Ásbrú bátur af gerðinni Sómi 990 og fluttur í þetta hús í Njarðvík þar sem eigandi hans ætlaði að klára að ganga frá bátnum. Þegar ég heimsótti staðinn gat ég ekki séð betur en að enn vantaði allar innréttingar í bátinn. Hér birti ég eina mynd sem ég tók af honum við þetta tækifæri.


        Útlitslega er báturinn langt kominn, en enn vantar í hann  allar innréttingar


                                                 6105. ex Von GK 22

Síðast þegar þessi bátur var gerður út bar hann nafnið Von GK 22, en stefnt er nú að því að hann fái annað nafn. Þetta var lítill bátur fyrir, en eins og sést á myndunum þá er nú um að ræða stóran bát, enda er talað um 12 tonna þilfarsbátur, sem hugsanlega yrði byggt yfir síðar. Af gamla bátnum er það aðeins önnur síðan og eitthvað í botninum sem notað var úr honum og sést það ef myndirnar eru vel skoðaðar, þ.e. hvar gulu stykkin eru. Hér birt ég af honum myndir frá 2009 og 2010 sem ég tók af honum og svo myndir eins og hann er í dag.


                               6105. Von GK 22, í Sandgerðishöfn 2009


                                       6105. Von GK 22, í Njarðvík, 2010


                       6105. Von GK 22, uppi á landi í Njarðvik, 2010




                                     Gulu stykkin eru úr gamla bátnum








                                       Svona lítur fyrrum Von GK 22 út í dag 

                                  © myndir Emil Páll, 2009, 2010 og 24. maí 2011