24.05.2011 16:00
Þrír á fæðingadeildinni í plastinu í sama húsinu
Í gömlu iðnaðarhúsi í Njarðvik, sem upphaflega var reist fyrir stálskipasmíði og ungaði út allmörgum slíkum hér fyrr á árum, bátum sem flestir eða allir hafa farið í gegn um miklar breytingar síðan, er nú verið að vinna við aðra bátasmíði. Um er að ræða þrjá aðila sem eru að vinna í þremur mismunandi plastbátum. Einn er nýsmíði sem verið er að ganga frá, annan er verið að lengja og þann þriðja er núnast um nýsmíði að ræða, þó hluti af síðunni og stykki úr botninum séu notuð í verðandi þilfarsbát. Allt um þetta á niðnætti í nótt og mikil myndasyrpa þar sem m.a. má skoða viðkomandi báta eins og þeir litu út fyrir rúmu ári síðan, en þá voru engar breytingar í farvatninu. Nánari upplýsingar birti ég á miðnætti en birti þó myndir af öllum bátunum þremur núna.
Hér sýnir Valberg Helgason, skipasmiður, okkur bát sem hann er að ljúka við að lengja
Nýsmíði sem er komið langt með
Nánar um þennan eins og hina á miðnætti
© myndir Emil Páll, 24. maí 2011
