23.05.2011 00:00

Þrjú skip mætast við Garðskaga

Tvö fiskveiðiskip (togarar) og eitt flutningaskip mættust fyrir framan linsu ljósmyndarans við Garðskaga á fjórða tímanum, sunnudaginn 22. maí 2011. Fiskiskipin bæði, þ.e. það færeyska og það rússneska voru á leið til Hafnarfjarðar, en mér sýndist að það síðarnefnda hafi átt stutta viðdvöl þar. Flutningaskipið sem var danskt var á leið frá landinu. Tók ég myndir, með minni lélegu linsu en árangurinn er svona la la og til að bæta það upp setti ég tvær myndir af Marine Traffic með þessari umfjöllun, en það er af báðum fiskiskipunum.


                Þarna er rússneska Novaya Zemkya að draga hina Færeysku Rán uppi


                             Hér er það danska flutningaskipið Naja Arctica


                                     Novaya Zemkya komin fram út Rán


                                  Novaya Zemkya og Naja Arctica mætast


      Hér má sjá þau öll þrjú f.v. Rán, Naja Arctica og Novaya Zemkya, út af Garðskaga
                                      © myndir Emil Páll, 22. maí 2011


           Novaya Zemkya, í Vigó á Spáni © mynd MarineTraffic, JF, 24. des. 2010


       Rán, í slippnum í Tórshavn, Færeyjum © mynd MarineTraffic, hdh., 22. feb. 2009