22.05.2011 22:16

Sigþór ÞH 100

Myndasyrpa sú sem ég sýndi fyrir stuttu og Karl Einar Óskarsson sendi mér, en þær voru teknar af föður hans Óskari Karli Þórhallssyni, hafa vakið athygli, sérstaklega myndirnar af Helga Flóventssyni ÞH 77 og Smára ÞH 59. Nú sendi mér Þorgrímur Aðalgeirsson á Húsavík þessar skemmtilegu myndir af Sigþóri ÞH 100 og í brúarglugganum má sjá Hörð bróðir Óskars.

Myndir af þessu skipi vekja alltaf upp minningar hjá mér, því í upphafi er hann hét Sigurpáll GK 375, var ég háseti þar um borð og er þetta eina síldarskipið sem ég var á.

Hvað um það sendi Þorgrími Aðalgeirssyni kærar þakkir fyrir myndirnar og bréfið sem fylgdi
með.




            185. Sigþór ÞH 100, á Húsavík © mynd ÞÁ (Þorgrímur Aðalgeirsson)