19.05.2011 21:00
Losað í síldarflutningaskip
Hér sjáum við síldarskip losa í síldarflutningaskip eins og var algengt á síldarárunum hér við land og þá sérstaklega á sjöunda áratugnum. Ekki þekki í síldarflutningaskipið, en tel að báturinn sé annar hvor tvíburanna Jörundur II RE eða Jörundur III RE. Helst mætti halda að skipið sé Þyrill ex Litlafell, en þó er yfirbyggingin ekki eins og af þeim myndum sem ég á af því skipi, þó er ljóst að nafnið er stutt.


© myndir Óskar Karl Þórhallsson


© myndir Óskar Karl Þórhallsson
Skrifað af Emil Páli
