19.05.2011 20:00
Helgi Flóventsson ÞH 77



93. Helgi Flóventsson ÞH 77 © myndir Óskar Karl Þórhallsson
Smíðanúmer 257 hjá Lundströls Skips & Batbyggeri A/S, Linströl, Noregi 1962, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Yfirbyggður hjá Karlstenssens Skipsbærft, Skagen, Danmörku 1982. Stækkaður 1964.
Þann 29. ágúst 1973 kveiknaði í bátnum út af Skatárósi. M.s. Esja dró bátinn fyrst til Vestmannaeyja og síðan til Reykjavíkur þar sem hann var endurbyggður á árunum 1974-1975.
Lengdur 1986 hjá Nyköbing Mors, Danmörku. Seldur til Danmerkur í brotajárn í byrjun október 2005 og til stóð að hann myndi draga Val GK með sér á áfangastað, en er skipið voru um 130 sjómílur V. af Færeyjum í byrjun okt 2005 slitnaði Valur aftan úr bátnum og var bjargað til Færeyja en þessi hélt áfram för sinni.
Nöfn: Helgi Flóventsson ÞH 77, Sólfari AK 170, Skjaldborg RE 40, Stígandi II VE 477, Hrafn Sveinbjarnarson II GK 10, Særún ÁR 400, Náttfari HF 185, Nói EA 477 og Brynjólfur ÁR 3.
Skrifað af Emil Páli
