19.05.2011 17:00

Keflavík fyrir tugum ára - perlur frá Óskari Þórhalls

Karl Einar Óskarsson, ökukennar, hafnarvörður og hafnsögumaður sendi mér nokkrar myndir sem hann skannaði úr myndasafni pabba síns, Óskars Karl Þórhallssonar skipstjóra, oft kenndur við Arney og fleiri báta. Þetta eru myndir sem hann hefur tekið og eru einhverjar greinilega teknar í Noregi. Hafði Óskar veitt heimild til að ég mætti birta þær hér

Fyrsta myndir er frá Keflavíkurhöfn og síðan kemur mynd að sjálfsögðu frá Húsavík, en í þessum myndum eru margar mjög skemmtilegar, en sjón er sögu ríkari og því munum við fá að berja þær augum í kvöld og á morgun. - Jafnframt sendi ég kærar þakkir fyrir -


     Mynd frá Keflavíkurhöfn, tekin á sjómannadag fyrir einhverjum tugum ára. Þarna má þekkja suma bátanna og trúlega Sambandsskipið © mynd Óskar Karl Þórhallsson