18.05.2011 22:16

Sóttur vélarvana út á haf

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sótti í gær vélarvana bát sem staddur var um 40 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.  Rak skipið vélarvana frá landi en ekki var talin vera mikil hætta á ferðum.

Báturinn sem var Stafnes KE 130 og er á lúðuveiðum, var síðan dreginn til hafnar í Sandgerði.