18.05.2011 21:44
Útgerðarfélag flytur til Njarðvíkur
Samkvæmt Fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra hefur fyrirtækið Grímsnes ehf. hlutt lögheimili sitt frá Grindavík til Reykjanesbæjar og eru bátarnir því skráðir með heimahöfn í Njarðvík. Fyrirtækið á í dag fjóra báta, auk þess sem það kemur að útgerð enn fleiri báta eða fær af þeim afla. Bátar þeir sem fyrirtækið á, eru 89. Grímsnes GK 555, 363. Maron GK 522, 2101. Sægrímur GK 525 og 2426. Víkingur KE 10.
Skrifað af Emil Páli
