17.05.2011 17:00
Steinunn SH 167
Eitt af sumarboðunum sem við hér suður með sjó höfum, er það þegar sá stór glæsilegi bátur Steinunn SH 167, kemur til Njarðvíkur. Það er árlegur viðburður á þessum tíma og er báturinn tekinn upp í Njarðvikurslipp þar sem dittað er af honum og stundum eitthvað endurbætt eða gert betur og segja gárungarnir fyrir vestan að hann sé þar með kominn á hilluna, því hann er oftast þar fram undir haustið. En hvað sem öllu líður, þá er bátur þessi hreinasta mubbla að innan sem utan og eigendum vel til sóma.


1134. Steinunn SH 167, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 17. maí 2011


1134. Steinunn SH 167, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 17. maí 2011
Skrifað af Emil Páli
