17.05.2011 07:18
Þorbjörn og flakið á Kinnabergi
Ég hef lengi ætlað mér að komast loks niður á Kinnaberg á Reykjanesi til að ná mynd af restinni af laki Þorbjarnar RE 36 sem fórst þar fyrir mörgum árum ásamt 5 mönnum. Í gær tóks það en þá kom hinsvegar í ljós að stykkið sem ég hafði frétt af, hefur brotnað meira og steypan og vélarboltar eru farnir úr böndunum en eftir er smá stykki ca 3m2 og liggur hátt uppi á Kambinum eftir ofsaveðurinn sem hafa gengið yfir í vetur. Hér sjáum við því restina af flakinu og síðan birti ég mynd af bátnum eins og hann leit út áður og undir myndunum segi ég aðeins sögu hans.
Restin af flaki Þorbjarnar RE, eins og það leit út í gær
915. Þorbjörn ÍS 81, í Reykjavíkurhöfn © mynd Snorri Snorrason
Smíðaður í Danmörku 1950, keyptur hingað til lands 1954 og bar aðeins tvö nöfn: Þorbjörn ÍS 81 og Þorbjörn RE 36
Báturinn fékk togvír í skrúfuna og rak á land og ónýttist við Kinnaberg á Reykjanesi, 25. ágúst 1965. Fimm menn fórust og einn bjargaðist.
