15.05.2011 20:27
Stórbrotnar aðstæður í Grindavík
Í dag hef ég birt nokkrar myndir úr innsiglingunni til Grindavíkur, en þessi sem Kjartan Örn Kjartansson sendi mér núna áðan slær þær allar út, en hann var skipverji á Smára RE 14 er þetta gerðist og tók Guðmundur Birkir Agnarsson þessar myndir þá af þeim í mars 1993.
Að sögn Kjatans fengu þeir brot á stýrið en náðu að gera við það við vægast sagt slæmar aðstæður, eins og hann segir sjálfur.- Sendi ég Kjartani Erni, kærar þakkir fyrir myndirnar -


1847. Smári RE 14, við Grindavík við vægast sagt mjög slæmar aðstæður þar sem þeim tókst þó að gera við stýrið © myndir Guðmundur Birkir Agnarsson, í mars 1993
Skrifað af Emil Páli
