13.05.2011 18:00

12 trébátar í Njarðvik í dag

Þó ótrúlegt sé þá eru í dag 12 trébátar í höfn eða slipp í Njarðvik. Að vísu er ásigkomulag þeirra æði misjafn, sumir bíða eftir höggstokknum, meðan aðrir ýmist bíða verkefna eða viðgerðar. Hér má sjá á myndunum meiri hluta bátanna, raunar alla nema einn, en hann er inni í húsi til viðgerðar.

 
   Lengst til vinstri sést aðeins í 619. Láru Magg ÍS 86, þá koma 1396. Móna GK 303, 586. Storm SH 333, 923. Röstin GK 120 og 1195. Álftafell ÁR 100


   Þó þessi mynd sé ansi ljós, þá er röð trébátanna frá vinstri þessi: 733. Breki, 540. Halldór Jónsson SH, 288. Jökull SK 16. 467. Sæljós ÁR 11, 1249. Sigurvin GK 51 og 1428. Skvetta SK 7. Inni í húsi er síðan 1420. Keilir SI 145 © myndir Emil Páll, 13. maí 2011