13.05.2011 08:04

Havstjerna SF-85-B ex íslenskur

Eins og margir muna voru smíðaðir margir raðsmíðabátar í Kína fyrir íslendingar, sem komu allir hingað til lands með flutningaskipi. Tveir þessara báta voru aldrei gerðir út hérlendis, en báðir áttu þeir að fara til útgerðar á Suðurnesjum. Sá Grindvíski var seldur til Grænlands þar sem hann er enn í dag og sá Keflvíski til Noregs og hann kynni ég nú. Ekki er mjög langt síðan ég kynnti þann sem fór til Grænlands.


      Havstjerna SF-85-B ex 2467. Eyvindur KE 37, í Alesundi, Noregi © mynd Shipspotting, Aage, í des. 2006