10.05.2011 16:12
Bannað að framselja varanlegar aflaheimildir
visir.is:
Aðrar helstu breytingar, samkvæmt heimildum fréttastofu, eru að útgerðir leigi út aflaheimildir til 15 ára í senn með möguleika á að endurnýja leigusamningana þegar tímabilið er hálfnað.
Þá er gert ráð fyrir að veiðigjaldið hækki um helming og fari í 5 milljarða kr. á ári. Af þessum 5 milljörðum er gert ráð fyrir að sjávarútvegsbyggðir um allt landið fái 30% eða 1,5 milljarð kr. í sinn hlut.
Sérstök ákvæði eru um svokallaða potta í frumvarpinu. Þannig er gert ráð fyrir að 8% kvótans fari í byggðapott eða kvóta sem úthlutað er til sjávarplássa á landsbyggðinni. Hlutfall þessara potta verði svo aukið í 15% á næstu fimmtán árum.
