10.05.2011 00:35
British Security, Magni og Hamar
Mikið var það þæginleg tilfinning í kvöld þegar olíuskipið var að koma í Helguvík og ég mætti með bilaða myndavél, að Guðmundur Falk var þar staddur og tók strax vel í það að fæða mig með myndum af komu skipsins til Helguvíkur. Því þar fór saman góður ljósmyndari og góð tæki og því sendi ég Guðmundi kærar þakkir fyrir aðstoðina og hér sjáið þið árangurinn. En hafa ber í huga að myndirnar af skipinu er það nálgast Helguvíkina, eru teknar eftir að farið var að rökkva eða á ellefta tímanum í kvöld.

British Security, nálgast Stakksfjörðinn, en eins og margir vita hefst hann við Hólmsbergsvita

Hér er það 2489. Hamar sem siglir á móti skipinu með hafnsögumann og vitinn er að sjálfsögðu Hólmsbergsviti

Hér er skipið komið inn fyrir Hólmsbergsvita og 2489. Hamar er utan á því

Hér gnæfir yfirbygging skipsins upp fyrir olíubryggjuna í Helguvík

British Security kemur fram undan sjóvarnargarðinum í Helguvík og 2489. Hamar fylgir með því

2686. Magni og 2489. Hamar farnir að snúa skipinu svo hægt sé að draga það aftur á bak inn í Helguvík

Sama og á myndinni fyrir ofan og þarna tekur 2868. Magni hressilega á

2686. Magni togar í British Security

2868. Magni togar olíuskipið aftur á bak inn í Helguvíkina

Hér hjálpast 2686. Magni og 2489. Hamar við að koma skipinu að bryggju

2686. Magni (nær) og 2489. Hama (fjær) ýta á British Security

2686. Magni

2489. Hamar
© myndir Guðmundur Falk, 9. maí 2011

British Security, nálgast Stakksfjörðinn, en eins og margir vita hefst hann við Hólmsbergsvita

Hér er það 2489. Hamar sem siglir á móti skipinu með hafnsögumann og vitinn er að sjálfsögðu Hólmsbergsviti

Hér er skipið komið inn fyrir Hólmsbergsvita og 2489. Hamar er utan á því

Hér gnæfir yfirbygging skipsins upp fyrir olíubryggjuna í Helguvík

British Security kemur fram undan sjóvarnargarðinum í Helguvík og 2489. Hamar fylgir með því

2686. Magni og 2489. Hamar farnir að snúa skipinu svo hægt sé að draga það aftur á bak inn í Helguvík

Sama og á myndinni fyrir ofan og þarna tekur 2868. Magni hressilega á

2686. Magni togar í British Security

2868. Magni togar olíuskipið aftur á bak inn í Helguvíkina

Hér hjálpast 2686. Magni og 2489. Hamar við að koma skipinu að bryggju

2686. Magni (nær) og 2489. Hama (fjær) ýta á British Security

2686. Magni

2489. Hamar
© myndir Guðmundur Falk, 9. maí 2011
Skrifað af Emil Páli
