09.05.2011 12:54
Sisimuit GR 6- 500 ex Arnar HU
Eins og ég sagði frá í morgun kom grænlenski togarinn Sisimuit inn undir Keflavík og fór hann aftur nú um hádegisbilið. Togari þessi sem í eina tíð hét Arnar HU, var í áhafnaskiptum og á myndinni sem ég tók af honum í hádeginu er Auðunn einmitt að þjónusta hann við þau.
Sisimiut GR 6-500 ex 2173. Arnar HU 1 og 2043. Auðunn að nálgast hann á Stakksfirði í hádeginu í dag © mynd Emil Páll, 9. maí 2011
Skrifað af Emil Páli
