08.05.2011 00:00

Bolli KE 46 / Andri KE 86 / Andri ÓF 42 / Finnur EA 245

Hér kemur plastbátur sem framleiddur var hérlendis fyrir rúmum 30 árum og síðar seldur til Færeyja en dúkkaði aftur uppi hérlendis, þar sem hann er nú.


   1542. Bolli KE 46, í Keflavík © mynd í eigu Emils Páls, en ljósm. ókunnur


        1542. Andri KE 86, í Keflavík © mynd Emil Páll


       1542. Andri KE 86, í Sandgerði © mynd Emil Páll


                      1542. Andri ÓF 42 © mynd Skerpla


                          1542. Finnur EA 245 © mynd Þorgeir Baldursson


    1542. Finnur EA 245, að koma inn til Svalbarðseyrar © mynd Örn Stefánsson


            1542. Finnur EA 245 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm.: ókunnur


                1542. Finnur EA 245 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm.: ókunnur

Smíðanúmer 100 hjá Samtaki hf., Hafnarfirði, en smíði þó lokið í Vogum, árið 1979. Endurbyggður í Keflavík af þeim Magnúsi Ingimundarsyni og Bergi Vernhardssyni, 1983-1984, eftir að báturinn brann í Sandgerðishön 30. janúar 1983.

Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, en hætt við að nota hann 31. mars 1995

Afskráður í des. 1998 og seldur úr landi til Færeyja, en skráður á ný hérlendis í mars 2007.

Nöfn: Björn Gíslason SU 140, Guðdís GK 158, Bolli KE 46, Andri KE 86, Andri ÓF 62,  Dáva Dánjal VA 60, Sjóberin FD 089, Trúgvi FD 905 og núverandi nafn: Finnur EA 245.